Ragnar Axelsson heldur sýningu á Austurvelli

Ragnar Axelsson heldur sýningu á Austurvelli

Kaupa Í körfu

Ljósmyndun | Myndir Ragnars Axelssonar úr bókinni Andlit norðursins sýndar á Austurvelli í sumar LJÓSMYNDIR Ragnars Axelssonar úr bókinni Andlit norðursins munu prýða Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur í sumar. Myndirnar verða settar fram með sama hætti og sýning Yanns Arthus-Bertrand, Jörðin séð frá himni, árið 2003 og sýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur, Íslendingar, í fyrra. Alls verða 60 svarthvítar myndir Ragnars til sýnis. MYNDATEXTI: Svanhildur Konráðsdóttir, sviðstjóri menningar- og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg, Ragnar Axelsson ljósmyndari, Kristján B. Jónasson frá Eddu útgáfu og Pálína Pálmadóttir og Valdís Guðlaugsdóttir frá KB banka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar