Vildís Rúnarsdóttir með Grána

Atli Vigfússon

Vildís Rúnarsdóttir með Grána

Kaupa Í körfu

Laxamýri. Morgunblaðið. | Vorferðir leikskólanna á Húsavík suður í Reykjahverfi og Aðaldal hafa staðið yfir þessa vikuna og hafa börnin haft mjög gaman af því að breyta til þó svo að veðrið hafi verið kalt. Hátt á annað hundrað barna fór í sveitaferðir til þess að sjá búskapinn, þau fóru einnig með nesti og brugðu á leik í heyi. Það að komast í snertingu við skepnurnar skiptir miklu máli fyrir marga, enda gaman að halda á og klappa. Vildís Rúnarsdóttir sem er í leikskólanum í Bjarnahúsi var ein þeirra sem kunni vel að meta skepnurnar og kanínukarlinn Gráni var í sérstöku uppáhaldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar