Magnús Þorsteinsson kaupir Eimskip

Þorkell Þorkelsson

Magnús Þorsteinsson kaupir Eimskip

Kaupa Í körfu

MAGNÚS Þorsteinsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Avion Group, tilkynnti í gær að félagið hefði keypt 94,1% hlut Burðaráss hf. í Eimskipafélagi Íslands. Kaupverðið er 21,6 milljarðar króna og eru 12,7 milljarðar greiddir í peningum en 8,9 milljarðar með hlutabréfum í Avion Group. Eftir kaupin býr Avion Group yfir 67 þotum og 22 skipum og rekur 80 starfsstöðvar um allan heim. Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands fyrir 31. janúar á næsta ári, en fyrirtækið yrði eitt af þeim stærstu í Kauphöllinni. MYNDATEXTI: Himinn og haf Avion Group keypti í gær 94,1% hlutafjár í Eimskipafélagi Íslands hf. Magnús Þorsteinsson er aðaleigandi og stjórnarformaður Avion Group. Hann segir kaupin verða fjármögnuð á hefðbundinn máta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar