Rústir frá 14. öld grafnar upp við Fagurhólsmýri

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Rústir frá 14. öld grafnar upp við Fagurhólsmýri

Kaupa Í körfu

FJÖGURRA metra þykkt vikurlag hefur varðveitt býlið Bæ, sem er skammt frá Fagurhólsmýri, í tæplega 650 ár, eða allt frá því að hann fór undir gos úr Öræfajökli árið 1362. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur hefur ásamt fleirum grafið upp bæjarstæðið og hreinsað af vikri og var komin bæjarmynd á svæðið þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í gær. MYNDATEXTI: Bæjarstæðið séð úr lofti. Á miðri mynd má sjá Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing og Ragnar Frank Kristjánsson þjóðgarðsvörð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar