Verðlaunaafhending í teiknimyndasamkeppni

Sigurður Sigmundsson

Verðlaunaafhending í teiknimyndasamkeppni

Kaupa Í körfu

Fjórir nemendur úr Flúðaskóla fengu afhent verðlaun sín í teiknimyndasamkeppni vegna alþjóðlega skólamjólkurdagsins við athöfn í grenndarskógi við Flúðir í fyrradag. Athöfnin var haldin í tengslum við skólaslitin og fóru nemendur skólans í skrúðgöngu með söng og hljóðfæraleik í skóginn. Krakkanir áttu fjórar af tíu bestu myndunum í keppninni, að mati dómnefndar, og fengu samtals 100 þúsund krónur í verðlaun sem runnu í bekkjarsjóð. Hér eru börnin með fulltrúa Mjólkursamsölunnar og kennurum, f.v. Þórmundur Smári Hilmarsson, Guðjón Örn Sigurðsson, Hafþór Ingi Ragnarsson og Maríanna Svansdóttir. Fyrir aftan þau standa Hildur Ósk Hallsteinsdóttir, Guðjón Árnason, Sigríður Helga Olgeirsdóttir og Þuríður Una Pétursdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar