Edith Piaf

Steinunn Ásmundsdóttir

Edith Piaf

Kaupa Í körfu

Egilsstaðir | Þjóðleikhúsið bauð Austfirðingum upp á söngdagskrá úr sýningunni Edith Piaf í vikunni. Tvær sýningar voru í Valaskjálf fyrir fullu húsi og heilluðust gestir af túlkun Brynhildar Guðjónsdóttur á Edith Piaf, einhverri ógleymanlegustu rödd síðustu aldar, en fyrir hana hlaut Brynhildur Grímuna - Íslensku leiklistarverðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki. Sýning Þjóðleikhússins á Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson hefur gengið fyrir fullu húsi undanfarið og virðist ekkert lát á vinsældum hennar. MYNDATEXTI: Lífsharmur og leikgleði Brynhildur Guðjónsdóttir tjáir margbrotið lífshlaup Edith Piaf í Valaskjálf með eftirminnilegum hætti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar