Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri

Kaupa Í körfu

Það er í mörg horn að líta hjá nýráðnum slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins, Jóni Viðari Matthíassyni. Um sama leyti og falast er eftir viðtali hjá honum er að upphefjast margra vikna æfingatímabil úti á landsbyggðinni hjá starfsmönnum slökkviliðsins sem krefst talsverðrar fjarveru kallsins í brúnni frá stórborginni. Því frestast viðtalið nokkuð en um síðir hægist um og við getum tyllt okkur niður á rúmgóðri skrifstofu hans í Skógarhlíð. "Ég hef margoft sagt að ég ætlaði aldrei að vera í slökkviliði og ég hafði aldrei komið inn á slökkvistöð áður en ég var ráðinn hingað inn árið 1991," segir hann um leið og hann hellir kaffi í bolla sérmerkta slökkviliðinu. "En ég sé alls ekki eftir því - þetta er afskaplega gefandi og skemmtilegt starf og mikið af góðu og áhugasömu fólki sem vinnur hérna."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar