Bláfáninn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bláfáninn

Kaupa Í körfu

ALÞJÓÐLEGI umhverfisdagurinn var haldinn hátíðlegur á sunnudaginn en dagurinn var að þessu sinni tileinkaður sjálfbærum borgum. Í tilefni dagsins efndi Vistvernd í verki, umhverfisverkefni Landverndar, til hjólalestar í samvinnu við Landssamtök hjólreiðamanna en hjólað var undir yfirskriftinni "Hjólavæna borg". Með lestinni var hvatt til þess að litið yrði á hjólreiðar sem fullgildan samgöngumáta við vegagerð. Hjólað var frá hafnarbakkanum í miðbæ Reykjavíkur út í Nauthólsvík þar sem Landvernd afhenti Ylströndinni í Nauthólsvík Bláfánann, alþjóðlega viðurkenningu fyrir strandir og smábátahafnir sem veitt er fyrir góðan árangur við að vernda umhverfi og standast kröfur um vatnsgæði, öryggismál og þjónustu. Þetta var í þriðja sinn sem Ylströndin í Nauthólsvík hlýtur Bláfánann. MYNDATEXTI: Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður Landverndar, Björgólfur Thorsteinsson, og forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, Stefán Jón Hafstein, voru í fararbroddi hjólalestarinnar með Bláfánann

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar