Ísland - Malta 4:1

Sverrir Vilhelmsson

Ísland - Malta 4:1

Kaupa Í körfu

"Það var gott að hrósa sigri gegn Möltu enda höfum við beðið lengi eftir fyrsta sigrinum í þessari keppni. Við teljum að það hafi verið mikil breyting til batnaðar á leik liðsins í þeim þremur leikjum sem við höfum leikið frá því að við töpuðum gegn Króatíu á útivelli. Vináttuleikurinn gegn Ítölum var skref í rétta átt og við teljum að það hafi ekki gefið rétta mynd af leik okkar að tapa 3:2 gegn Ungverjum á síðasta laugardag. Þessi þróun hefur verið jákvæð og það var í raun aldrei spurning í þessum leik gegn Möltu hvort við myndum sigra eða ekki," sagði Logi Ólafsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, eftir 4:1 sigur þess gegn Möltu í undankeppni HM í gær. MYNDATEXTI: Tryggvi Guðmundsson fagnar marki sínu gegn Möltu en það var hans tíunda fyrir landsliðið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar