Japanir í heimsókn

Jim Smart

Japanir í heimsókn

Kaupa Í körfu

Sex manna hópur japanskra áhugamanna um nýtingu hreinnar orku er nú staddur hér á landi í þeim tilgangi að framleiða kynningarmynd um hreina orku og kynna um leið Ísland fyrir Japönum. Hópurinn, sem skipaður er vísindamönnum, fjölmiðlamönnum, ökumanni og kokki, mun á næstunni leggja í hringferð um landið á nokkurs konar vetnisþríhjóli í samstarfi við Íslenska nýorku. Þá munu þeir nota ýmsar umhverfisvænar orkulindir til að lifa á um tveggja vikna langri ferð sinni umhverfis landið. Hópurinn heimsótti í gær Salaskóla í Kópavogi og kynnti japanska menningu og samfélag fyrir nemendum í sjöunda bekk. MYNDATEXTI: Japanirnir kynntu japanska menningu og samfélag fyrir nemendum í sjöunda bekk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar