Jökulsárlón

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jökulsárlón

Kaupa Í körfu

Þessi selur synti makindalega um Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í gær með ísjaka í baksýn sem virðist hafa tekið á sig form selsins. Silvia Schukraft, starfsmaður Jökulsárlóns ehf., segir að mikið hafi brotnað úr Vatnajökli í vetur og óvenjumikið af ís sé í lóninu. Fyrirtækið rekur þrjá hjólabáta, Jaka, Klaka og Dreka, sem sigla með gesti um lónið, og sá fjórði er á leiðinni. Helsti ferðamannatími ársins er að hefjast og segir Schukraft að tæplega 2.000 manns hafi farið í siglingu í maí, en bátarnir sigldu með yfir 41.000 gesti í fyrrasumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar