Síld

Alfons Finnsson

Síld

Kaupa Í körfu

TÓLF síldarskip voru stödd í gær um 105 sjómílur austur af Dalatanga. Þar voru þau að veiða norsk-íslensku síldina innan íslensku lögsögunnar. ,,Þetta er sama síldin og við vorum í fyrir helgi, stór og falleg og full af átu. En það er mikil ferð á henni suður og suð-austur þannig að erfitt er að eiga við hana," sagði Sigurbergur Pálsson, skipstjóri á Beiti NK-123 frá Neskaupstað. Þeir á Beiti fengu um 120 tonn í fyrsta halinu gærmorgun eftir átta tíma tog. Svo var tekið annað hal og í gærkvöldi var heildaraflinn orðinn um 250 tonn af fallegri síld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar