Piper dagurinn i

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Piper dagurinn i

Kaupa Í körfu

LÍF og fjör var á flugvellinum við Tungubakka í Mosfellsbæ á laugardag en þá var Piper-dagur hjá Flugklúbbi Mosfellsbæjar. Flugfélagið Geirfugl í Reykjavík kynnti einnig starfsemi sína og vélarnar. Ottó Tynes, formaður Flugklúbbs Mosfellsbæjar, segir klúbbfélaga standa fyrir ýmsum uppákomum í sumarstarfinu en á Piper-dögum er vakin sérstök athygli á vélum af þeirri gerð. Alls voru 38 flugvélar sýndar á laugardaginn og 8 fis og drekar og nokkrar óflughæfar vélar mátti einnig sjá á jörðu niðri. Klúbburinn sjálfur á eina vél, Cessna 170 sem nýlega var keypt frá Bandaríkjunum. Ottó sagði marga hafa heimsótt Tungubakka á laugardaginn. MYNDATEXTI: Þrjár vélar af gerðinni Piper á ferð við Tungubakka á Piper-degi Flugklúbbs Mosfellsbæjar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar