Fossar eftir Guðbjörgu Lind

Eyþór Árnason

Fossar eftir Guðbjörgu Lind

Kaupa Í körfu

GUÐBJÖRG Lind er listmálari sem leitar í landslagshefðina. Verk hennar eru einföld í forminu, í raun formlaus svo langt sem það nær í landslagsmálverki. Eyjur skapa hrynjanda á myndfletinum og árfarvegir og fossar skipta fletinum upp án þess að verða geometrískar myndbyggingar. Nálgun Guðbjargar svipar til rómantíkur á 19. öld og litaflæmismálverka 20. aldarinnar sem eru í grunninn trúarlegs eðlis, byggjast á ægifegurð (sublime), þ.e. þegar maður er tekin(n) af guðdómlegri upplifun sem er í senn ógnvekjandi og himnesk. MYNDATEXTI: Englafoss eftir Guðbjörgu Lind Jónsdóttur í kór Hallgrímskirkju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar