Ægisgata 6

Eyþór Árnason

Ægisgata 6

Kaupa Í körfu

Á sýnd Tryggvagötu á horninu við Ægisgötu er að breyta um svip, en þar er nú risið tuttugu íbúða fjölbýlishús. Húsið stendur við Ægisgötu 5 og þar var áður opið iðnaðarsvæði en nú er húsaröðin óslitin út að Ægisgötu. Fyrir bragðið verður götumyndin ólíkt heillegri og fallegri. Húsið er fimm hæðir auk bílakjallara. Ekið er ofan í bílakjallarann að sunnanverðu og þar er líka aðalinngangurinn í húsið. Lóðin er tæplega 550 ferm. og nokkuð þröng, þannig að húsið fyllir út í hana að lóðarmörkum. Fyrir bragðið er húsið kannski enn meira áberandi, en það setur töluverðan svip á umhverfið. MYNDATEXTI Mikið útsýni er frá efri hæðum hússins yfir höfnina og til Esju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar