Richard B. Evans

Þorkell Þorkelsson

Richard B. Evans

Kaupa Í körfu

Áform um stækkun álvers Alcan í Straumsvík munu að miklu leyti ráðast af því hvernig samningaviðræður um orkukaup ganga, en þær eru nú á fullum skriði. Ekki er tryggt að farið verði í stækkunina þótt samningar takist um orkukaup, en ef ákveðið verður að stækka er hægt að hefjast handa hratt og ljúka stækkun á 3-4 árum. Þetta segir Richard B. Evans, aðstoðarforstjóri Alcan, sem staddur er hér á landi í tengslum við alþjóðlega álráðstefnu sem lauk í gær. Hann segir áform um stækkun álversins í Straumsvík úr 180 þúsund tonna framleiðslugetu á ári í 460 þúsund tonn einn af þremur bestu kostunum fyrir stækkun á einhverju álvera fyrirtækisins í heiminum í dag. Aðrir góðir möguleikar séu í Kína, Óman, Kanada og í Afríku. MYNDATEXTI: Richard B. Evans

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar