Kristján Freyr Halldórsson

Sigurður Jökull

Kristján Freyr Halldórsson

Kaupa Í körfu

Á miðju gólfinu stendur útigrill. Risavaxið gasgrill. Þessi uppstilling væri ef til vill ekki svo út úr kú í Byko eða á bensínstöð, en við erum stödd inni í hinni fornfrægu bókaverslun Máls og menningar við Laugaveg. Gasgrillið er umkringt stöndum sem sýna allt frá sniðugum kaffikönnum ("Beer - connecting people...") til ísskápasegla og sparibauka. Og svo er hægt að gera reyfarakaup á... reyfurum. "Búðin umturnast öll á sumrin, enda fyllist þá bærinn af túristum sem hafa mikinn áhuga á því að kaupa boli með mynd af lundum eða víkingalyklakippur. Grillið er reyndar hérna í tilefni af matreiðslubók sem við erum að kynna þessa dagana. Mál og menning er þó fyrst og fremst bókaverslun, eins og sést þegar stigið er úr anddyrinu." Kristján Freyr Halldórsson, bóksali, Hnífsdælingur og trommari, býður í kaffi á þriðju hæð verslunarinnar og segir frá búðinni. Þrátt fyrir að hann sé ugglaust ágætis aðstoðarverslunarstjóri ber hann með sér að starf fjölmiðlafulltrúa hentaði honum jafnvel enn betur. Hann er tungulipur að hætti sölumanna og virðist hafa algera yfirsýn yfir starfsemi verslunarinnar. "Búðin verður svolítið eins og tyrkneskur basar á sumrin, bæði hvað varðar vöruúrval og umferð. Ferðamenn sækja rosalega hingað yfir sumarið, stundum myndast röð fyrir utan áður en við opnum klukkan níu. Þeir kaupa voða mikið frímerki, lunda og lyklakippur, en Íslendingasögurnar og þýddar íslenskar skáldsögur eru líka alltaf vinsælar."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar