Robert Mundell, Nóbelsverðlaunahafi

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Robert Mundell, Nóbelsverðlaunahafi

Kaupa Í körfu

Nóbelsverðlaunahafinn Robert Mundell frá Kanada er staddur hér á landi. Hann hefur rannsakað gjaldmiðla og alþjóðahagfræði og er einn af höfundum evrunnar. Árni Helgason ræddi við Mundell, sem hefur haft mikil áhrif á umræðu um gjaldmiðla á síðustu árum. Kanadamaðurinn Robert Mundell hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999 fyrir rannsóknir í alþjóðahagfræði. Mundell, sem er 72 ára að aldri, á að baki glæsilegan feril en hann hefur unnið fyrir alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankann, veitt stjórnvöldum víða um heim ráðgjöf, ritað fjölda greina og bóka um hagfræði og verið prófessor í hagfræði í meira en 40 ár í bandarískum og kanadískum háskólum. MYNDATEXTI: Robert Mundell, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar