Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

Kalt í Aðaldalnum Laxveiði hófst einnig í Laxá í Aðaldal í gærmorgun í norðankalda og rigningu þegar bændur á Laxamýri veiddu Æðarfossana en þeir hafa opnað ána síðustu fimmtán árin. Laxinn lét ekki bíða eftir sér því strax kl. 7.20 tók sá fyrsti hjá Jóni Helga Björnssyni, Black Sheep-flugu í Bjargstreng niður af fossinum. Laxinn tók strikið ákveðið niður ána og Halla systir Jóns kom honum til hjálpar þegar fiskurinn fór undir göngubrú við strenginn, og tók hún þar við stönginni um stund. Þetta var snörp viðureign. MYNDATEXTI: Jón Helgi Björnsson frá Laxamýri og systir hans Halla með fyrsta lax sumarsins í Laxá, tólf punda hrygnu sem tók í Bjargsstreng.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar