Skópartý

Þorkell Þorkelsson

Skópartý

Kaupa Í körfu

Það var óvenjuleg samkoma sem fór fram í Hafnarfirði eitt fallegt sumarkvöld í síðustu viku. Þá kom þar saman í heimahúsi hópur kvenna ásamt um tvö hundruð skópörum og einu afmælisbarni.Það eru um hundrað og níutíu skópör saman komin hérna á sólpallinum í dag," segir Erla M. Helgadóttir, skósafnari og hjúkrunarframkvæmdastjóri á Sólvangi. Erla á alla skóna sem eru til sýnis á pallinum og segir þá ná yfir um tuttugu og fimm ára tímabil af skósöfnunaráráttu. "Þegar ég lít til baka, til að komast að kjarna bilunarinnar, þá staldra ég við mig um sjö ára aldur sprangandi um á allt of stórum amerískum hælaskóm frá mömmu. MYNDATEXTI: Þessa rauðu pæjuskó heldur Erla mest upp á af þeim tvö hundruð skópörum sem hún á.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar