Skilti á Hringbraut fyrir umferð á austurleið

Sverrir Vilhelmsson

Skilti á Hringbraut fyrir umferð á austurleið

Kaupa Í körfu

SNORRABRAUT lokuð við Hringbraut - Vinsamlegast vefjið bílnum um næsta staur." Eitthvað í þessa áttina flýgur eflaust í gegnum huga margra sem aka fram á þetta skilti sem stendur á austurleið á gömlu Hringbrautinni, á móts við Landspítalann, og á að vísa ökumönnum veginn framhjá framkvæmdum á Snorrabraut og inn á Miklubrautina. Merkingar verktaka sem vinna að gatnaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu hafa reyndar sjaldnast talist til fyrirmyndar, og gjarnan er kvartað yfir því að merkingarnar séu settar upp of nálægt vinnusvæðinu, svo þegar menn sjái merkingu um að það sé lokað framundan sé of seint að velja aðra leið til að komast hjá óþægindum og töfum. Það eru þó líklega ekki mörg dæmi um að leiðbeiningar séu eins snúnar og þær sem ökumenn á Hringbraut þurfa að reyna að átta sig á, enda eins gott þegar ökumenn hafa nokkrar sekúndur til umráða til að ákveða hvaða leið sé átt við.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar