Rósagarðurinn Höfðaskógi við Hvaleyrarvatnið

Jim Smart

Rósagarðurinn Höfðaskógi við Hvaleyrarvatnið

Kaupa Í körfu

Á ANNAÐ hundrað rósaplöntum var plantað í nýjan rósagarð í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn í gær. Ætlunin er að sýna þarna þær tegundir sem best þrífast hér á landi, og voru rúmlega 30 mismunandi gerðir af rósum gróðursettar í gær. "Við erum að reyna að breiða út fagnaðarerindið, búa til safn yfir rósir þar sem fólk getur komið og kynnst þeim og notið fegurðar og ilmsins," segir Helga Thorberg, meðlimur í Rósaklúbbi Garðyrkjufélags Íslands. "Þetta verður opinn garður þar sem fólk getur komið og skoðað."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar