Hélène Magnússon

Sverrir Vilhelmsson

Hélène Magnússon

Kaupa Í körfu

SÓSUR | Hélène Magnússon segir Íslendingum frá leyndarmáli salat sósunnar Hélène Magnússon kom fyrst til Íslands árið 1995 frá Frakklandi og heillaðist svo af landi og þjóð að hún hefur búið hér síðan. Hún hefur fengist við ýmislegt, er menntaður lögfræðingur og var í textílnámi í Listaháskóla Íslands og nú hefur hún gefið út bók sem kallast "Leyndarmál franskrar salatsósu opinberað Íslendingum". Bókin er skemmtileg blanda franskrar matarmenningar og íslenskrar náttúru. Hún er þar að auki myndskreytt með teikningum Hélènar af íslensku sauðkindinni sem Hélene hefur tekið sérstöku ástfóstri við. MYNDATEXTI: Hélène deilir leyndarmálum sínum með Íslendingum og finnst sjálfri hvítlauksvínegretta best.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar