Sparisjóður Mýrasýslu flytur

Guðrún Vala Elísdóttir

Sparisjóður Mýrasýslu flytur

Kaupa Í körfu

Sparisjóður Mýrasýslu flutti síðastliðinn föstudag í nýtt húsnæði við Digranesgötu. Húsið sem er 1.200 fm á þremur hæðum og afar glæsilegt, blasir við þegar ekið er yfir Borgarfjarðarbrúna og inn í Borgarnes. Af því tilefni var opið hús á sunnudaginn fyrir Borgnesinga og nærsveitunga, þar sem kostur gafst á að skoða húsakynni, máta betri sætin og njóta veitinga í boði Sparisjóðsins. Sparisjóðurinn hefur eflst á síðustu árum og fram hefur komið að síðasta ár var það besta í sögu sjóðsins. Sparisjóðurin hefur selt Borgarbyggð sparisjóðshúsið við Borgarbraut og verður það gert að ráðhúsi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar