Nemendur heiðraðir

Þorkell Þorkelsson

Nemendur heiðraðir

Kaupa Í körfu

SIGURÐUR Örn Stefánsson og Kristján Friðrik Alexandersson hlutu í gær 750.000 króna styrk hvor úr verðlaunasjóði Guðmundar P. Bjarnasonar frá Akranesi, en þeir brautskráðust með ágætiseinkunnir frá Háskóla Íslands á laugardaginn. Verðlaunin eru meðal þeirra veglegustu sem veitt eru nemendum við háskóla á Íslandi, en Sigurður og Kristján voru bekkjarfélagar í Menntaskólanum á Akureyri og útskrifuðust þaðan vorið 2002 MYNDATEXTI: Verðlaunahafarnir ásamt stjórn verðlaunasjóðs Guðmundar P. Bjarnasonar, fyrrverandi netagerðar- og fiskmatsmanns frá Akranesi. Frá vinstri eru Guðmundur G. Haraldsson, verðlaunahafarnir Sigurður Örn Stefánsson og Kristján Friðrik Alexandersson, þá Birgir Örn Arnarson og Hafliði Pétur Gíslason.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar