Megadeth á Nasa

Sverrir Vilhelmsson

Megadeth á Nasa

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er ljóst að þeir sem mættu á Nasa síðastliðið mánudagskvöld til að berja hljómsveitina Megadeth augum urðu vitni að einstæðum viðburði. Í fyrsta lagi er hér á ferðinni eitt stærsta nafn þungarokkssögunnar, goðsagnakennd hljómsveit sem átti þátt í að skapa þungarokkið eins og við þekkjum það. Þrátt fyrir það, m.a. vegna hinnar ótrúlegu stemmningar sem myndaðist, gleymdi maður því stöðugt að um heimsfræga hljómsveit væri að ræða, enda hljómsveitarmeðlimir með afbrigðum alþýðlegir í framkomu, lausir við öll merkilegheit auk þess að greinilegt var að þeir skemmtu sér hið besta. Ótrúlegt að fá að upplifa alvöru rokkklúbbsstemmningu af þessu kalíberi á Íslandi. MYNDATEXTI: Upplifðu íslenskir þungarokksunnendur svanasöng Megadeth: Hinn alþýðlegi Mustaine á sviðinu á Nasa. Glen Drover Lead, and Rhythm Guitars Dave Mustaine Lead Vocals, Lead, Rhythm, and Acoustic Guitars James MacDonough Bass Guitar Shawn Drover Drums

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar