Sjóminjasafnið Reykjavíkur

Þorkell Þorkelsson

Sjóminjasafnið Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Sjávarútvegurinn er kominn aftur í gamla Búrhúsið á Grandagarði. Reyndar ekki með sama sniði og áður. Frystihús Bæjarútgerðar Reykjavíkur hefur gengið í endurnýjun lífdaganna. Fiskilyktin er reyndar minni en þegar fiskurinn flæddi í gegnum húsið, nú er sagan þar alls ráðandi. Sjóminjasafn Reykjavíkur hefur hafið starfsemi þar og nú er þar sýnd hundrað ára saga togaraútgerðar á Íslandi. MYNDATEXTI: Á sjó Sigrún Magnúsdóttir og Helgi Máni Sigurðsson sitja í eftirlíkingu af lúkar úr gömlum togara. Aðbúnaðurinn þætti ekki góður í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar