Vistvæn fjölskylda

Árni Torfason

Vistvæn fjölskylda

Kaupa Í körfu

Í gömlu fallegu timburhúsi á Ránargötunni býr fjölskylda sem í fyrstu líkist hinum fjölskyldunum í götunni. Hjólin standa fyrir utan, matjurtagarðurinn er á sínum stað og hjónin Björg og Ólafur Tryggvi taka vel á móti blaðamanni og ljósmyndara. Þau eru hefðbundin fjölskylda en hafa öðlast nýja sýn á heimilishaldið eftir að hafa tekið þátt í verkefninu Vistvernd í verki á vegum Landverndar. Reyndar eru það ekki bara foreldrarnir sem hafa haft hag af verkefninu því að nú tekur öll fjölskyldan virkan þátt í að styðja vistvænni lífshætti, allt frá Sigurbjörgu Ástu, sem er átta ára, upp í unglinginn á heimilinu, hann Vilhjálm, sem er sextán ára. Vistvernd í verki "Verkefninu er skipt niður í sex flokka; sorp, orka, vatn, innkaup, samgöngur og virkjum aðra. Á fyrsta fundinum var verkefnum úthlutað og það kom í okkar hlut að kynna vistvænni samgöngur fyrir hópnum," segir Björg. Þá liggur við að spyrja hvort þau hafi alltaf verið mjög umhverfisvæn "Nei, í rauninni ekki. Við vorum kannski byrjuð að flokka sorp en ég vissi ekkert út á hvað þetta gekk, hélt kannski að þetta væri aðallega um hvernig ætti að flokka," segir Björg um fyrstu kynni sín af Vistvernd í verki. Verkefnið reyndist vera mikið meira en það. Hún heldur áfram: "Þetta hefur verið svo skemmtilegt. Fyrir hvern fund höfum við lesið um ákveðna hluti í handbókinni Vistvernd í verki, sem við hefðum annars ekki vitað, og svo er ótrúlegt hvað við höfum sparað mikið, t.d. með því að breyta samgöngumunstrinu hjá okkur." Ísland eftir á í umhverfismálum Ólafur Tryggvi segir fyrsta fundinn einnig hafa verið athyglisverðan að því leyti að allir í hópnum hafi haft reynslu af umhverfisvænni háttum erlendis: MYNDATEXTI: Freyja, kærasta Vilhjálms, Ólafur, Björg og Sigurbjörg fyrir utan heimili sitt. Á myndina vantar Magnús sem var í sumarbúðum. Ætli sé flokkað þar?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar