Jóhannes Geir Sigurgeirsson

Skapti Hallgrímsson

Jóhannes Geir Sigurgeirsson

Kaupa Í körfu

Flest er fertugum fært", segir orðtakið og gæti allt eins átt við um Landsvirkjun og fólk af holdi og blóði. Eftir að hafa aflað sér dýrmætrar reynslu og þekkingar á heimamarkaði blasa við afmælisbarninu markaðir víða um lönd. Anna G. Ólafsdóttir varð margs vísari um fyrirtækið í heimsókn sinni til stjórnarformannsins, Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, á dögunum. Hamarshöggin dynja í bakgrunni þegar hringt er í Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformann Landsvirkjunar, til að falast eftir viðtali vegna 40 ára afmælis fyrirtækisins í dag. Jóhannes slær ekki slöku við þótt hlé sé á önnum í borginni. Hann flytur sig um set norður yfir heiðar og nýtur þess að stunda útivinnu í faðmi eyfirskra fjalla. MYNDATEXTI: Landsvirkjun býr að mikilli reynslu og frábæru starfsfólki. Þess vegna er ekki útlit fyrir annað en bjarta framtíð," segir Jóhannes Geir m.a. um afmælisbarn dagsins - Landsvirkjun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar