Sólheimar í Grímsnesi

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sólheimar í Grímsnesi

Kaupa Í körfu

75 ár eru liðin frá því að Sesselja Sigmundsdóttir stofnaði barnaheimili að Sólheimum í Grímsnesi. Síðan hefur orðið mikil uppbygging á svæðinu og þar búa nú um 100 manns í sjálfbæru byggðarhverfi. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir heimsótti Sólheima og ræddi við heimamenn um ýmsa viðburði í tengslum við tímamótin. MYNDATEXTI: Ungar heimasætur fyrir framan fyrsta húsið sem reist var að Sólheimum í Grímsnesi fyrir 75 árum. Á Sólheimum er nú meðal annars rekin skógræktarstöð, hótel, kertagerð, verslun, smíðastofa, listasmiðja og kaffihús. Þar er sundlaug, íþróttaleikhús, höggmyndagarður og sýningarsalur, auk umhverfisseturs og kirkju sem tekin verða í notkun í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar