Kálfur fær pela

Atli Vigfússon

Kálfur fær pela

Kaupa Í körfu

Laxamýri | Pelakálfar geta verið skemmtilegir enda ánægðir þegar þeir fá volga mjólk. Þetta uppgötvaði Anna Björk Ólafsdóttir, þriggja ára frá Hveragerði, en hún hefur dvalið í Reykjahverfi undanfarna daga og fengið að fara í fjós. Frændi hennar, Jónas Þór Viðarsson frá Hrísateigi, hjálpaði henni í fyrsta skipti sem hún gaf kálfi og ekki var að sjá annað en að hin fimm daga gamla verðandi kýr, nefnd Grástjarna, kynni vel að meta sopann. - "Gaman gefa kálfi," sagði Anna Björk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar