Össur og ríkið gera með sér samning

Morgunblaðið/ÞÖK

Össur og ríkið gera með sér samning

Kaupa Í körfu

Samningur milli utanríkisráðuneytisins og Össurar hf. "VIÐ munum gera okkar besta," sagði Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, þegar hann skrifaði undir samning um áframhaldandi aðstoð í Bosníu-Hersegóvínu ásamt Gunnari Snorra Gunnarssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, í gær. Samningurinn tryggir stoðtæki fyrir um 300 einstaklinga í landinu á næstu sex til tólf mánuðum og er verðmæti samningsins um 38 milljónir króna, að sögn Gunnars en utanríkisráðuneytið leggur fram fjármagn til verkefnisins. MYNDATEXTI: Frá undirritun samningsins í utanríkisráðuneytinu í gær. F.v Kolbeinn Björnsson, Jón Sigurðsson, Gunnar Snorri Gunnarsson, Egill Heiðar Gíslason, Björn Matthíasson og Þórður Bjarni Guðjónsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar