"Mixum betri bæ"

Kristján Kristjánsson

"Mixum betri bæ"

Kaupa Í körfu

ÁFENGIS- og vímuvarnanefnd Akureyrarbæjar hefur gert samstarfssamning við Ölgerðina Egil Skallagrímsson og Ásprent-Stíl um átak í forvörnum undir yfirskriftinni "Mixum betri bæ." Samningurinn kveður á um að Ölgerðin leggi áfengis- og vímuvarnanefnd til 10 krónur af hverri seldri Egils Mix-flösku frá 1. júní sl. til 31 ágúst nk. og Ásprent-Stíll gefur um 250 þúsund krónur vegna hönnunar og kostnaðar við markaðssetningu átaksins í sumar. MYNDATEXTI: Samningur Gerður Jónsdóttir, formaður áfengis- og vímuvarnanefndar, t.h., flytur ávarp við undirritun samstarfssamningsins. Við borðið sitja Guðmundur Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents-Stíls, Bryndís Arnardóttir, forvarnarfulltrúi Akureyrarbæjar, og Hafþór Jörundsson, svæðisstjóri Ölgerðarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar