Fyrsta hrefnan að landi á þessu tímabili

Halldór Sveinbjörnsson

Fyrsta hrefnan að landi á þessu tímabili

Kaupa Í körfu

Fyrstu hrefnunni var fagnað með hrefnu-djörkíi á bryggjunni á Ísafirði KONRÁÐ Eggertsson, skipstjóri á Halldóri Sigurðssyni ÍS, landaði fyrstu hrefnu sumarsins á Ísafirði í gærmorgun. Hrefnan var kvendýr og 7,5 metrar að lengd. Konráð segir að þeir hafi séð töluvert af hrefnu í veiðiferðinni en erfitt hafi verið að eiga við hana. "Þegar hún er hungruð og í ætisleit þá er hún oft svona stygg blessunin." MYNDATEXTI: Halldór Þorvaldsson, framleiðandi hjá Bæjarstjórabitum, afhenti Gunnlaugi Konráðssyni og Konráð Eggertssyni fullunnið hrefnukjöt þegar þeir komu til Ísafjarðar í gærmorgun með fyrstu hrefnuna á þessari vertíð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar