Utanríkisráðuneytið

Sverrir Vilhelmsson

Utanríkisráðuneytið

Kaupa Í körfu

SÍMAVAKT var í utanríkisráðuneytinu í gærkvöldi vegna hryðjuverkanna í Lundúnum. Var vaktin sett af stað svo fólk gæti hringt til þess að láta vita af eða spyrjast fyrir um Íslendinga í borginni. Um miðnættið átti að meta hvort vaktinni yrði haldið áfram fram eftir nóttu. Um kvöldmatarleytið hafði ekki náðst í 8 Íslendinga sem talið er að séu í Lundúnum, samkvæmt upplýsingum Heiðrúnar Pálsdóttur fulltrúa ráðuneytisins. Unnið var að því í gærkvöldi að reyna á kerfisbundinn hátt að afla upplýsinga um fólkið. Á myndinni er Heiðrún ásamt Illuga Gunnarssyni, aðstoðarmanni utanríkisráðherra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar