Riggarobb

Riggarobb

Kaupa Í körfu

Riggarobb Í grein minni um Jónas Árnason rithöfund, sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag, varð mér á í messunni hvað nafnbirtingu varðar. Ég fór eftir því sem Jón Múli Árnason hafði skrifað á bak ljósmyndar sem birtist með greininni. Honum varð það á að fara mannavillt er hann nafngreindi sjómennina, félaga Jónasar. Ármann Sigurðsson, góðkunningi þeirra, sem komu við sögu hringdi til mín. Svo var um fleiri. Nú bið ég Morgunblaðið að birta rétt nöfn að því er best verður vitað. Hið rétta er að þarna voru á ferð Eiríkur Guðnason og Stefán Höskuldsson ásamt Sigga Nobb. Ég vona að Norðfirðingar fyrirgefi mér, öldruðum elliglóp, afglöp mín. Ég fékk bráðskemmtilegt símtal frá gömlum vini og starfsfélaga, Geir Christensen tæknimanni, sem hvílist, dasaður eftir dáðir margar, í sveitasælu austan fjalls. Sá gæti nú játað sitthvað um skemmtilegar uppákomur í Neskaupstað. Auk þess að gjarnan mætti heyrast upplestur hans í Morgunstund barnanna, svo ekki sé nú talað um samtal hans við Þórð á Dagverðará. Pétur Pétursson þulur. MYNDATEXTI: Jónas Árnason, Siggi Nobb, Eiríkur Guðnason og Stefán Höskuldsson um borð í Björgvini. Eiríkur og Stefán gerðu Björgvin út og reru á honum dagróðra frá Norðfirði. Siggi Nobb reri stundum með þeim.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar