Á sveitabæ í Þykkvabænum

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Á sveitabæ í Þykkvabænum

Kaupa Í körfu

"ÉG er enginn fjárbóndi, þetta er einhvers konar leikaraskapur. Ég á ekki nema tíu kindur og svo krakkarnir mínir sem koma og sinna þeim," segir Guðjón Guðnason kartöflubóndi í Þykkvabænum. Á myndinni sést sonurinn Gestur með rúningsskærin á lofti og klippir kindurnar væntanlega samkvæmt klassískri tísku. Guðjón segir að rúið sé í júlí samkvæmt gamalli íslenskri hefð en flestir fjárbændur rýja nú sínar kindur yfir veturinn þegar þær eru í húsi og losna þá við verulega vinnu við smölun. "Það má kannski segja að þetta séu nokkurs konar gæludýr hjá mér," viðurkennir Guðjón sem upplýsir aðspurður að kindurnar séu "alveg kolvitlausar í kartöflur."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar