Snoop Dogg

Árni Torfason

Snoop Dogg

Kaupa Í körfu

Tónleikar Snoop Dogg voru vel sóttir á sunnudagskvöldið en þá lögðu á sjötta þúsund manns leið sína upp í Egilshöll til að hlýða á rapphundinn messa yfir aðdáendum sínum. Ungt fólk var að sjálfsögðu í miklum meirihluta og virtist þorri tónleikagesta skemmta sér konunglega. Íslensku hljómsveitirnar Forgotten Lores, Hjálmar og Hæsta hendin hituðu upp og stóðu þær sig allar með prýði þó að hljómurinn hafi verið í lakara lagi eins og fram kemur í tónleikadómi Höskuldar Ólafssonar í blaðinu í dag. MYNDATEXTI: Ungir Snoop Dogg-aðdáendur létu sig ekki vanta í Egilshöllinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar