Hljómsveitin Inka - Indians á Lækjartorgi

Sverrir Vilhelmsson

Hljómsveitin Inka - Indians á Lækjartorgi

Kaupa Í körfu

Miðbær | Tónlistarhópurinn Inka - Indians lék fyrir alla þá sem lögðu leið sína um Lækjartorg um helgina. Líkaði áheyrendum greinilega vel við þessa tilbreytingu í mannlífinu. Hópurinn sem saman stendur af fjórum tónlistarmönnum hverjum frá sínu landinu í Suður Ameríku er hér í stuttri heimsókn til að kynna tónlist sína. Litríkir búningar þeirra, andlitsmálning og fimlegur flautuleikur laðaði marga þá sem voru að spóka sig um í miðbænum að, enda ekki á hverjum degi sem uppákomur sem þessar ber fyrir augu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar