Galdrasýning á Ströndum

Þorkell Þorkelsson

Galdrasýning á Ströndum

Kaupa Í körfu

KOTBÝLI kuklarans, á Klúku í Bjarnarfirði, er annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum. Kotbýlið verður opnað formlega annað kvöld. Reistur hefur verið torfbær á Klúku sem á að gefa hugmynd um hvernig húsakostur fjölkunnugs almúgamanns á 17. öld gæti hafa litið út. Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Strandagaldurs, segir að bærinn sé leikmynd og ætlunin að gestir upplifi sýninguna hver með sínum hætti. Landnámshænur vappa um hlaðið á Klúku og verpa að sjálfsögðu galdraeggjum eins og því sem Sigurður heldur á á myndinni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar