Lúra undir jökli

Sigurður Mar Halldórsson

Lúra undir jökli

Kaupa Í körfu

Hornafjörður | Námsspil um Austur-Skaftafellssýslu var eitt þeirra lokaverkefna til B.Ed.-prófs sem fengu hæstu einkunn við útskrift í Kennaraháskóla Íslands í vor. Spilið gerðu þær Rósa Áslaug Valdimarsdóttir og Sædís Ósk Guðmundsdóttir, sem báðar kenna við Hafnarskóla á Hornafirði. Rósa lauk kennaraprófi í vor en Sædís á eftir eins árs nám og fékk undanþágu til að gera lokaverkefnið strax. Spilið nefnist Lúra undir jökli og vísar nafnið bæði til þess að byggðin í sýslunni lúrir undir jöklinum og einnig til smákolans sem veiðist í Hornafirði og heimamenn kalla lúru. MYNDATEXTI: Leikmennirnir eru slípaðir molar af steintegundum sem einkennandi eru fyrir sýsluna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar