Pálmi Gunnarsson

Kristján Kristjánsson

Pálmi Gunnarsson

Kaupa Í körfu

FÁIR íslenskir tónlistarmenn hafa átt jafnlangan og farsælan feril og Pálmi Gunnarsson. Um helgina fagnar Pálmi 40 ára tónlistarafmæli sínu á Vopnafirði, í bænum þar sem hann er fæddur og uppalinn og fór fyrst að gutla á hljóðfæri. MYNDATEXTI: Pálmi Gunnarsson með fyrsta bassann sinn, Höfner bítlabassa. Bassinn var týndur í fjölda ára en fannst uppi á háalofti í húsi á Hornafirði upp úr 1990 og þá var hálsinn brotinn. Maður sem fann bassann komst að því að Pálmi hefði átt þennan dýrgrip og færði honum bassann að nýju. Pálmi sagði það hafa verið ánægjulegt að fá hljóðfærið aftur í hendur. Hann lét gera við bassann og geymir hann uppi á vegg í stofunni heima.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar