Þriðja hæð Húsgagnahallarinnar var formlega opnuð

Þorkell Þorkelsson

Þriðja hæð Húsgagnahallarinnar var formlega opnuð

Kaupa Í körfu

Húsgagnahöllin opnaði í gær þriðju hæðina í verslun sinni og er þar með orðin stærsta húsgagnaverslun á Íslandi. Verslunin er alls tæplega 6.000 m2 og eru húsgögn á um 5.000 m2 og gjafavara á um 1.000 m2. Sígild amerísk húsgögn verða í fyrirrúmi á þriðju hæðinni, á annarri hæð verður áhersla lögð á stílhrein nútímaleg húsgögn, m.a. frá Danmörku, og gjafavara verður á fyrstu hæð verslunarinnar. MYNDATEXTI: Þriðja hæð Húsgagnahallarinnar var formlega opnuð í gær. F.v.: Birgir Friðjónsson rekstrarstjóri, Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, Tom Zollar, framkvæmdastjóri sölusviðs La-Z-Boy, og Tom Broyhill, framkvæmdastjóri sölusviðs Broyhill.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar