Sól og hiti á Laugarvatni

Sól og hiti á Laugarvatni

Kaupa Í körfu

Sól og veðurblíða hefur verið undanfarna daga á Laugarvatni. Fjöldi fólks hefur notað góða veðrið til að leigja sér bát og fara í róður um vatnið. Einnig eru þar seld veiðileyfi og ungir sem aldnir veiðimenn spreyta sig við silungsveiðar. Eins og sjá má þurfa bátsverjar að gæta að því að róa ekki á ungan veiðimann sem er hugfanginn af hinu sígilda viðfangsefni veiðimanna: Tekur'ann eða tekur'ann ekki?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar