Bakki

Árni Torfason

Bakki

Kaupa Í körfu

NÝ flugstöð var vígð og tekin í notkun á flugvellinum á Bakka í gær að viðstöddum samgönguráðherra, flugmálastjóra og fleiri gestum. Nýja flugstöðin er 250 fermetrar og leysir af hólmi eldri byggingu frá árinu 1997 sem er aðeins 45 fermetrar. Farþegum hefur fjölgað mikið á Bakkaflugvelli á undanförnum árum. Þegar gamla flugstöðin var byggð fóru 15 þúsund farþegar um völlinn árlega. Á þessu ári er reiknað með að farþegar verði rúmlega 30 þúsund. MYNDATEXTI: Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Flugmálastjórnar, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri opnuðu nýju flugstöðina með formlegum hætti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar