Hvannadalshnúkur

Hvannadalshnúkur

Kaupa Í körfu

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar kom í gær fyrir GPS-mælingatækjum á toppi Hvannadalshnúks. Búnaðurinn mun verða á tindinum fram á föstudag og safna gögnum áður en hann verður sóttur aftur. Í fyrra mældu félagar í Jöklarannsóknarfélagi Íslands hnúkinn og reyndist hann vera 2.111 metrar á hæð, eða átta metrum lægri en talið hefur verið. Þórarinn Sigurðsson, forstöðumaður mælingasviðs LMÍ, býst við svipaðri útkomu úr þessum mælingum. "Þetta verður örugglega einhvers staðar á milli 2.110 og 2.112 metra," segir hann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar