Lára stuðningsmaður Víkings komin á níræðisaldur

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Lára stuðningsmaður Víkings komin á níræðisaldur

Kaupa Í körfu

MIKIL víkingarimma var háð í gærkvöld þegar Víkingur í Reykjavík sótti Víking í Ólafsvík heim í 1. deild karla í knattspyrnu. Leikmennirnir hafa eflaust verið tvíefldir enda má ætla að flestir áhorfendur hafi hrópað "Áfram Víkingur!" Um fimmtíu Reykvíkingar í stuðningsmannaliði Víkings R. mættu á staðinn með langferðabílum til að styðja sína menn en hópurinn kallar sig Berserki. Meðal þeirra var Lára Herbjörnsdóttir, kona á níræðisaldri sem hefur stutt Víking í meira en þrjátíu ár. "Ég er yfirleitt kölluð amma Víkingur," sagði Lára þegar Morgunblaðið náði tali af henni rétt áður en hún lagði af stað vestur. MYNDATEXTI: Amma Víkingur í fullum skrúða á leið til Ólafsvíkur að styðja sína menn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar