Hvannadalshnúkur

Hvannadalshnúkur

Kaupa Í körfu

LANDMÆLINGAR Íslands hófu í gær, í samvinnu við Landhelgisgæsluna, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands, mælingar á Hvannadalshnúk, hæsta tindi landsins. Flogið var með mælitæki sem munu safna gögnum í tvo sólarhringa áður en þau verða sótt aftur. Í sömu ferð var einnig komið fyrir mælitækjum á tveimur öðrum stöðum í nágrenni hnjúksins til að fylgjast með hreyfingum jarðskorpunnar undir Öræfajökli. MYNDATEXTI: Þórarinn Sigurðsson og Guðmundur Valsson sáu um að koma GPS-búnaðinum fyrir sem mun mæla sjálfvirkt fram á föstudag. Þá verður búnaðurinn sóttur og unnið úr upplýsingunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar