Þrándur í Götu

Albert Kemp

Þrándur í Götu

Kaupa Í körfu

Færeyska nótaskipið Þrándur í Götu landaði 500 tonnum af síld hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði í gær. Síldina fékk skipið um 60 mílur norður af Færeyjum, þar var Þrándur í Götu að veiðum ásamt Finni fríða, en skipin draga saman eitt troll. Fengu þau samtals 1.000 tonn og fór Finnur fríði sem sinn hluta síldarinnar til Kollafjarðar, þar sem hún fór í frystingu. MYNDATEXTI: Færeyska nótaskipið Þrándur í Götu landar 500 tonnum af síld hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Síldin er fryst auk þess sem hún er flökuð í salt. Um þessar mundir er ekki unnið í frystihúsi fyrirtækisins vegna sumarleyfa. Skip fyrirtækisins eru í landi til viðgerðar og starfsfólk margt að heiman.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar