Kassabíll á fleygiferð í sól og sumri á Seltjarnanesi

Morgunblaðið/ÞÖK

Kassabíll á fleygiferð í sól og sumri á Seltjarnanesi

Kaupa Í körfu

FARARTÆKI af ýmsum toga líta dagsins ljós á sumrin. Kassabílar eru sígildir og alltaf jafnspennandi. Það eina sem þarf er að fá einhvern til að ýta sér af stað því engin er vélin í kassabílum. Oft er talað um að bílar séu ákveðið mörg hestöfl en það á ekki við um drifkraft þessa bíls. Það má hins vegar í raun segja að bíllinn, sem ekið var í sól og sumri á Seltjarnarnesi á dögunum, með Önnu Ólafsdóttur þriggja ára og Jóhannes Ólafsson sex ára við stýrið, hafi eins mannsafls kraft. Það hljómar undarlega en er engu að síður rétt. Mannsaflið er faðir ökumannanna, Ólafur Garðarsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar